Eðalbyggingar er framsækið byggingarfyrirtæki á Selfossi sem er staðsett í Gagnheiði 61.

 

Stofnandi og framkvæmdastjóri Eðalbygginga ehf. er Baldur Pálsson, húsasmíðameistari og hefur hann mikla reynslu af byggingariðnaðinum.

Eðalbyggingar ehf. er aðili að Meistarafélagi Suðurlands og Samtökum iðnaðarins.

Afkastageta fyrirtækisins er mjög góð þar sem mikil reynsla og góður mannskapur ráða miklu. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði 15-20 manns sem hafa góða þekkingu og reynslu í byggingariðnaðinum. Frá því að fyrirtækið hóf starfsemi sína hefur það byggt mikið af íbúðarhúsnæði ásamt því að vera í almennri verktöku og tilboðsverkum.

Verkstæðið sem hýsir starfsemina er 360 fermetrar að stærð og rúmar vel þau verk sem þar eru unnin, allt frá kraftsperru- og einingasmíð niður í smærri verkefni. Fyrirtækið hefur yfir að ráða góðum tækjum, 4 vinnubílum, 28t kranabíl með palli, stórum skotbómulyftara, 2 stórum vinnulyftum, tölvusög og mikið af öðrum minni tækjum. Eðalbyggingar ehf. notast við gæðastjórnunarkerfi til að tryggja hámarks gæði á öllum verkum sem unnin eru.